[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Sjónvarpsmaðurinn og leikarinn Felix Bergsson miðlaði í vikunni skoðunum sínum um tónlistarmyndband tónlistarmannsins Childish Gambinu, This Is America, sem hefur farið sem eldur um sinu netheima síðan það kom út í maí.

Sjónvarpsmaðurinn og leikarinn Felix Bergsson miðlaði í vikunni skoðunum sínum um tónlistarmyndband tónlistarmannsins Childish Gambinu, This Is America, sem hefur farið sem eldur um sinu netheima síðan það kom út í maí. „Athygli mín var vakin á þessu myndbandi og ég get bara eiginlega ekki hætt að horfa. Segið svo að popptónlist, nútímadans og pólitík eigi ekki saman! Þetta er hreint og klárt snilldarverk og það er eiginlega hægt að lesa endalaust í þetta listaverk. Dansinn - hvað þýðir hann? Meðferð skotvopna - hvaða þýðingu hefur það? Ofbeldið - hvaða þýðingu hefur það? Hvítan í augum svarta mannsins - hvaða meining er þar á ferðinni? Maðurinn á hestinum - börnin með símana - bílarnir - kórinn... - hvað þýðir þetta alltsaman?! ótrúlegt stöff,“ segir Felix á Facebook-síðu sinni.

Veðrið hefur ekki verið með besta móti það sem af er að sumri, en staðfestingu á því fékk leikkonan Saga Garðarsdóttir úr óvæntri átt.

„Amma mín er ekki veðurathugunarstöð en hún er 93 ára og hún segir að þetta sé annað leiðinlegasta sumar sem hún hefur lifað,“ birti Saga á Twitter.

„Síðasti Velferðarráðsfundurinn hjá Reykjavíkurborg í ár.

Ekki mun ég sakna þessa fólks.

Það er hvert öðru ófríðara.

Og þessi í skrýtnu strigaskónum þarna hinumegin, ég skil hann ekki,“ skrifar Börkur Gunnarsson , varaborgarfulltrúi og rithöfundur, á Facebook-síðu sína.