Ingibjörg Jóhannsdóttir
Ingibjörg Jóhannsdóttir
Ingibjörg Jóhannsdóttir, annar sýningarstjóra Ýmissa kvikinda líki - Íslensk grafík , sýningar sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands, verður með leiðsögn á sunnudag klukkan 14.

Ingibjörg Jóhannsdóttir, annar sýningarstjóra Ýmissa kvikinda líki - Íslensk grafík , sýningar sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands, verður með leiðsögn á sunnudag klukkan 14.

Á sýningunni má sjá hvernig 27 samtímalistamenn, sem þekktari eru fyrir vinnu í aðra miðla, hafa beitt margbreytilegri skapandi færni og ýmiss konar prenttækni. Sýningarstjórarnir Ingibjörg og Pari Stave hafa valið á sýninguna verk eftir listamenn sem vinna jafnhliða í grafík og aðra miðla. Meðal sýnenda eru rithöfundar og tónskáld en einnig myndlistarmenn; elstu verkin eru frá 1957 en þau yngstu eru sköpuð á staðnum.