Brynjar Þór Björnsson
Brynjar Þór Björnsson
Brynjar Þór Björnsson skrifaði í gær formlega undir samning við körfuknattleiksdeild Tindastóls og er samningurinn til næstu tveggja ára. Brynjar mun auk þess að spila með Tindastóli koma að þjálfun hjá unglingaráði félagsins.

Brynjar Þór Björnsson skrifaði í gær formlega undir samning við körfuknattleiksdeild Tindastóls og er samningurinn til næstu tveggja ára. Brynjar mun auk þess að spila með Tindastóli koma að þjálfun hjá unglingaráði félagsins.

Tindastóll hafði áður fengið til sín Danero Thomas og Urald King og ljóst að félagið ætlar að gera aðra atlögu að Íslandsmeistaratitlinum á næstu leiktíð, eftir tap gegn KR í úrslitaeinvíginu í vor.

Brynjar hefur leikið með KR mestallan sinn feril og orðið átta sinnum Íslandsmeistari með liðinu. Þessi 29 ára gamli leikmaður lék eitt tímabil með Jämtland í sænsku úrvalsdeildinni veturinn 2011-2012.

Á síðustu leiktíð skoraði Brynjar 12,5 stig að meðaltali í leik, tók 3 fráköst og átti 2,5 stoðsendingar. sport@mbl.is