Ís Í borgarísjakanum sjást rákir eftir vatn, frá því hann var áfastur Grænlandsjökli.
Ís Í borgarísjakanum sjást rákir eftir vatn, frá því hann var áfastur Grænlandsjökli. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Langar og þéttar hafísspangir sáust greinilega skammt norður undan Vestfjörðum um hádegi í gær, þegar TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, flaug þar yfir.

Langar og þéttar hafísspangir sáust greinilega skammt norður undan Vestfjörðum um hádegi í gær, þegar TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, flaug þar yfir. Ásamt áhöfn voru um borð vísindamenn frá Veðurstofunni og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands auk blaðamanns og ljósmyndara Morgunblaðsins.

Meginbrún hafíssins reyndist liggja um 23 sjómílur frá Kögri. Við jaðarinn reyndist ísinn nokkuð þéttur, en talsvert gisnari þar norður af. Myndarlegur borgarísjaki var innan um ísinn, tæpir tveir hektarar að flatarmáli, en lágur var hann og flatur. Nánar má lesa um flugið á vefsíðu 200 mílna.