Jón Atli Benediktsson
Jón Atli Benediktsson
Ljóst er að háskólarnir leitast við að koma til móts við fjölbreytileika atvinnulífsins og nýjar námsleiðir endurspegla að miklu leyti flóru atvinnulífsins í dag.

Ljóst er að háskólarnir leitast við að koma til móts við fjölbreytileika atvinnulífsins og nýjar námsleiðir endurspegla að miklu leyti flóru atvinnulífsins í dag.

Morgunblaðið greindi frá því í vikunni að Háskólinn á Akureyri byði nú upp á sérhæfingu í kennslufræðum sem snýr að rafrænum kennsluháttum og tækni. Háskólinn í Reykjavík hefur boðið upp á námsleiðir í haftengdri nýsköpun og stjórnun og forystu í ferðaþjónustu. Þá býður Háskólinn á Bifröst nú upp á sérhæfingu í samfélagsmiðlum og markaðssamskiptum og viðskiptagreind á viðskiptasviði sínu. „Það verður spennandi að sjá hverjir velja að leggja leið sína í slíkt nám,“ segir rektor Háskólans á Bifröst. Rektor HÍ segir aldrei fleiri hafa sótt um í rafmagns- og tölvuverkfræði, þar sem fjölgaði um 40% milli ára.