— Morgunblaðið/Golli
9. júní 1880 Hornsteinn var lagður að Alþingishúsinu við Austurvöll í Reykjavík. Húsið var byggt „handa alþingi og söfnum landsins,“ eins og stendur á silfurskildi á hornsteininum.

9. júní 1880

Hornsteinn var lagður að Alþingishúsinu við Austurvöll í Reykjavík. Húsið var byggt „handa alþingi og söfnum landsins,“ eins og stendur á silfurskildi á hornsteininum. Til stóð að byggja húsið við Bankastræti en Meldahl húsameistari lagðist gegn því. Alþingi kom í fyrsta sinn saman í hinu nýja húsi 1. júlí 1881.

9. júní 1967

Bítlaplatan Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band var auglýst í fyrsta sinn hér á landi, en hún hafði komið út nokkrum dögum áður í Bretlandi. „Hljómplatan sem unga fólkið hefur beðið eftir.“

9. júní 2011

Bandaríska hljómsveitin Eagles lék í Laugardalshöllinni fyrir tíu þúsund áhorfendur. Morgunblaðið sagði tónleikana hafa tekist frábærlega. Fréttablaðið talaði um gegndarlausa snilld.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson