— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, stakk sér í gærmorgun til sunds í Nauthólsvík í Reykjavík og voru sig- og spilmenn frá ýmsum ríkjum með honum í för.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, stakk sér í gærmorgun til sunds í Nauthólsvík í Reykjavík og voru sig- og spilmenn frá ýmsum ríkjum með honum í för. Tilefni sundsins er alþjóðaráðstefna sig- og björgunarmanna sem hófst síðastliðinn fimmtudag og lýkur í kvöld.

Kapparnir tóku sig vel út á ströndinni þegar ljósmyndari Morgunblaðsins hitti þá og stóð til að endurtaka leikinn í dag, án Guðna þó.