Samkvæmt lögum eiga tveir af hverjum þremur starfsmönnum leikskóla að vera leikskólakennarar, en í dag er innan við þriðjungur starfsfólks í leikskólum Reykjavíkur með leyfisbréf sem leikskólakennarar.

Samkvæmt lögum eiga tveir af hverjum þremur starfsmönnum leikskóla að vera leikskólakennarar, en í dag er innan við þriðjungur starfsfólks í leikskólum Reykjavíkur með leyfisbréf sem leikskólakennarar.

Í skýrslu frá skóla- og frístundasviði kemur fram að meðlimir í Félagi leikskólakennara og Félagi stjórnenda leikskóla séu um tvöþúsund, en það vanti yfir 1.600 leikskólakennara til að uppfylla kröfuna. Árið 2017 gáfu Menntamálastofnun og Háskólarnir út samtals 41 leyfisbréf leikskólakennara. Stór hluti handhafa leyfisbréfa leikskólakennara starfar ekki á leikskóla, en um 3.200 leyfisbréf hafa verið gefin út frá árinu 2009 þegar nám í leikskólakennarafræðum fór á háskólastig.