Bandarískur sérsveitarmaður var í gær drepinn rétt fyrir utan bæinn Jamaame í suðurhluta Sómalíu. Eru vígamenn íslamska öfgahópsins al-Shabab sagðir bera ábyrgð á dauða hans, en talið er að þeir hafi setið fyrir hermanninum.

Bandarískur sérsveitarmaður var í gær drepinn rétt fyrir utan bæinn Jamaame í suðurhluta Sómalíu. Eru vígamenn íslamska öfgahópsins al-Shabab sagðir bera ábyrgð á dauða hans, en talið er að þeir hafi setið fyrir hermanninum. Fjórir aðrir Bandaríkjamenn og einn Sómali særðust einnig í árásinni.

Al-Shabab voru stofnuð árið 2006 og eru þau í sambandi við vígamenn al-Qaeda. Markmið þeirra er að steypa stjórn landsins af stóli.

Bandaríkjamenn hafa tekið þátt í aðgerðum gegn þeim undanfarið.

Er þetta fyrsti bandaríski hermaðurinn sem drepinn er í Afríku síðan í október sl.