Hildigunnur Einarsdóttir
Hildigunnur Einarsdóttir
Hildigunnur Einarsdóttir, landsliðskona í handknattleik, hefur samið við þýska efstudeildarliðið Borussia Dortmund. Hún lék með Hypo í Austurríki síðasta vetur og varð m.a. meistari með liðinu í vor.

Hildigunnur Einarsdóttir, landsliðskona í handknattleik, hefur samið við þýska efstudeildarliðið Borussia Dortmund. Hún lék með Hypo í Austurríki síðasta vetur og varð m.a. meistari með liðinu í vor.

Frá þessu var greint á heimasíðu félagsins en í viðtali við Morgunblaðið á dögunum sagði Hildigunnur að hún væri í samningaviðræðum við þýskt félagslið.

Dortmund hafnaði í fjórða sæti þýsku 1. deildarinnar sem lauk á dögunum.

Hildigunnur hefur átt sæti í íslenska landsliðinu á undanförum árum og á að baki tæplega 80 landsleiki. Hún hefur leikið í Noregi og í Þýskalandi auk Austurríkis á síðustu árum. Hún fór til Hypo í Austurríki fyrir ári eftir að þýska liðið Leipzig sem hún lék með varð gjaldþrota. Hildigunnur lék áður með Koblenz/Weibern í Þýskalandi, Heid í Svíþjóð og Tertnes í Noregi.