Fornminjar Ármann Guðmundsson á Þjóðminjasafninu með axarhöfuð úr sendingunni góðu.
Fornminjar Ármann Guðmundsson á Þjóðminjasafninu með axarhöfuð úr sendingunni góðu. — sdfsdf
Sérfræðingar Þjóðminjasafns Íslands leita nú upplýsinga um fjölda gripa sem því bárust frá nytjamarkaði Góða hirðisins á föstudaginn í sl. viku.

Sérfræðingar Þjóðminjasafns Íslands leita nú upplýsinga um fjölda gripa sem því bárust frá nytjamarkaði Góða hirðisins á föstudaginn í sl. viku. Í plastkassa sem barst á gámastöðina við Dalveg í Kóapvogi voru, vafðir innan í salernispappír, oddar af örvum og spjótum, sveigðar járnþynnur, glerbrot úr lyfjaglösum, axarhöfuð, skrautlauf og fleira; alls tugir gripa sem allir eru mjög fágætir.

Ármann Guðmundsson, sérfræðingur fornminja hjá Þjóðminjasafninu, segir þessa sendingu mjög óvenjulega. Nauðsynlegt sé að sá eða sú sem fór með gripina í sorpið gefi sig fram og greini frá vitneskju sinni, hver sem hún kunni að vera. Öðruvísi upplýsist málið varla.

„Við munum rannsaka alla þessa gripi, það er efnagreina og röntgenmynda auk þess sem handbragð og tákn úr menningarsögunni geta alltaf gefið okkur vísbendingar,“ segir Ármann sem telur að einn spjótsodddurinn sem í þessu safni er kunni að vera frá 10. öld. Annað sé væntanlega yngra og kopargripirnir séu að öllum líkindum af erlendum uppruna. Um fátt sé þó hægt að kveða upp úr, á meðan upplýsingar liggja ekki fyrir. Margt bendi þó til að gripir þessir hafi verið teknir úr jörð, enda sjást moldarblettir á sumum þeirra. Tekið er jafnframt fram að gera eigi Minjastofnun Íslands viðvart um leið og forngripir finnast og best sé að þeiri liggi á sínum stað uns fornleifafræðingar mæta. 4