Jean-Pierre Bemba
Jean-Pierre Bemba
18 ára fangelsisdómur Alþjóðlega sakamáladómstólsins yfir Jean-Pierre Bemba, fyrrverandi varaforseta Austur-Kongó, var í gær dreginn til baka.

18 ára fangelsisdómur Alþjóðlega sakamáladómstólsins yfir Jean-Pierre Bemba, fyrrverandi varaforseta Austur-Kongó, var í gær dreginn til baka.

Bemba var árið 2016 dæmdur fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu í Mið-Afríkulýðveldinu en hann var einnig ásakaður um nauðganir og að hafa ekki komið í veg fyrir hernaðaraðgerðir uppreisnarmanna.

Dómurinn frá 2016 þótti tímamótadómur í sögu Sakamáladómstólsins en þá var í fyrsta skipti horft á nauðganir sem hernaðaraðgerðir.

Hin meintu brot áttu sér stað á árunum 2002 til 2003 en á vef BBC kemur fram að einn af dómurum við dómstólinn hafi í gær sagt að dómararnir hefðu árið 2016 ekki tekið með í reikninginn tilraunir Bemba til að stöðva glæpina þegar hann hafði fengið vitneskju um þá.