NHL Alex Ovechkin með bikarinn.
NHL Alex Ovechkin með bikarinn.
Washington Capitals vann í nótt Stanley-bikarinn eftir að liðið vann fimmtu viðureign sína við Las Vegas Golden Knights, 4:3, og einvígi liðanna um sigurlaunin í NHL-deildinni í íshokkí í Bandaríkjunum. Leikið var í Las Vegas.

Washington Capitals vann í nótt Stanley-bikarinn eftir að liðið vann fimmtu viðureign sína við Las Vegas Golden Knights, 4:3, og einvígi liðanna um sigurlaunin í NHL-deildinni í íshokkí í Bandaríkjunum. Leikið var í Las Vegas.

Þetta er í fyrsta sinn sem Washington Capitals vinnur Stanley-bikarinn í 44 ára sögu sinni en liðið var með nokkra yfirburði í rimmunni við Las Vegas Golden Knights að þessu sinni og hafði betur í fjórum af fimm viðureignum.

Alex Ovechkin, fyrirliði Washington Capitals, varð fyrsti íshokkímaðurinn sem er borinn og barnfæddur Rússi, til þess að taka við Stanley-bikarnum í leikslok. Hann var einnig valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. Þá varð Lars Eller fyrsti Daninn til að verða meistari í NHL.