Kirkjur Hríseyjarkirkja
Kirkjur Hríseyjarkirkja — Morgunblaðið/Arnaldur
ORÐ DAGSINS: Hin mikla kvöldmáltíð
AKUREYRARKIRKJA | Fljótandi messa í Akureyrarkirkju kl. 11. Ivan Mendez flytur frumsamin lög um hin helgu fljót Amazon og Ganges. Fjallað um andlegt gildi vatns og vatnsfalla. Prestur er Svavar Alfreð Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Petra Björk Pálsdóttir.

ÁRBÆJARKIRKJA | Sumarguðsþjónusta kl. 11. Sr. Þór Hauksson þjónar og prédikar. Benjamín er organisti. Félagar úr kór Árbæjarkirkju leiða safnaðarsöng.

ÁSKIRKJA | Messa sunnudagsins 10. júní fellur niður vegna sumarferðar Safnaðarfélags Ásprestakalls. Siglt verður úr Landeyjahöfn til Vestmannaeyja. Þar taka ferðalangar þátt í guðsþjónustu í Landakirkju kl. 11 þar sem Viðar Stefánsson prestur í Vestmannaeyjaprestakalli þjónar fyrir altari og Sigurður Jónsson sóknarprestur Ásprestakalls prédikar. Áætluð heimkoma til Reykjavíkur um kvöldmatarleytið.

ÁSTJARNARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Keiths Reed. Prestur er Kjartan Jónsson. Hressing og samfélag á eftir.

BREIÐHOLTSKIRKJA | Göngumessur á milli kirkna í Breiðholti 10. júní, kl. 10 verður gengið frá Seljakirkju og að Fella- og Hólakirkju. Þar hefst messa kl. 11. Kaffisopi eftir messu og akstur að Seljakirkju.

Í Breiðholtskirkju verður ensk bænastund kl. 14. Prestur sr. Toshiki Toma. Kaffisopi eftir stundina.

BÚSTAÐAKIRKJA | Messa kl. 11. Kór Bústaðakirkju og kantor er Jónas Þórir. Messuþjónar aðstoða. Prestur er Pálmi Matthíasson. Heitt á könnunni eftir messu.

DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er Gunnar Sigurjónsson. Organisti er Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Veitingar í safnaðarsal að messu lokinni.

DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti | Messa sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og mán., mið og fös. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er vigilmessa.

DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Séra Ólafur Jón Magnússon prédikar og þjónar. Minnum á bílastæðin við Alþingi.

FELLA- og Hólakirkja | Göngumessur Breiðholtssafnaðanna í júní. Boðið verður upp á útivist, hreyfingu og góðan félagsskap í göngumessum Breiðholtssafnaðanna. Næstu þrjá sunnudaga sameinast söfnuðirnir í sínum árlegu messum þar sem gengið er til messu frá einni kirkju til annarrar. Safnast saman við Seljakirkju kl. 10 og gengið til Fella- og Hólakirkju þar sem messa hefst kl. 11.

Boðið verður upp á kirkjukaffi í lok hverrar messu og einnig ökuferð til baka að upphafstað göngunnar.

FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson leiðir stundina. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða tónlistina ásamt Gunnari Gunnarssyni, organista.

GLERÁRKIRKJA | Kvöldguðþjónusta kl. 20. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Petra Björk Pálsdóttir sér um tónlistina. Hugleiðsla, fyrirbænir samneyti.

GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng og organisti er Hákon Leifsson.

GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. María Ágústsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Organisti er Kristján Hrannar Pálsson og félagar úr Kirkjukór Grensáskirkju leiða söng. Kaffi fyrir og eftir messu.

GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta kl. 20. Prestur er Leifur Ragnar Jónsson. Organisti er Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju syngur. Kirkjuvörður er Lovísa Guðmundsdóttir. Kaffisopi eftir messuna.

HAFNARFJARÐARKIRKJA | Helgistund og skírn kl. 11. Prestur er Jón Helgi Þórarinsson. Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Kaffisopi eftir stundina.

HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Fyrirbænaguðsþjónusta þriðjud. kl. 10.30. Árdegismessa miðvikud. kl. 8.

HAUKADALSKIRKJA | Fermingarmessa 10. júní kl. 14. Prestur er Egill Hallgrímsson. Organisti er Jón Bjarnason.

HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Steinar Logi Helgason.

HÓLANESKIRKJA Skagaströnd | Fermingarmessa 9. júní kl. 13. Séra Bryndís Valbjarnardóttir þjónar fyrir altari. Kór Hólaneskirkju undir stjórn Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur syngur. Meðhjálpari er Jón Ólafur Sigurjónsson.

ÍSLENSKA Kristskirkjan | Sunnudag kl. 20. Samkoma með lofgjörð og fyrirbænum. Guðjón Vilhjálmsson prédikar. Eftir stundina verður boðið uppá kaffi og samfélag.

KEFLAVÍKURKIRKJA | Sunnudagskvöldið 10. júní kl. 20. Göngumessa frá Keflavíkurkirkju. Lagt verður af stað frá kirkjutröppum kl. 20. Sr. Erla og Arnór organisti leiða rölt í rólegheitum, fræða og flytja biblíuorð. Staldrað verður við Keflavíkurkirkjugarð við Aðalgötu, KFUM- og KFUK-húsið og Nónvörðu. Endað verður í kvöldkaffi heima hjá organistanum þar sem boðið verður upp á kaffi og heimabakað. Velkomið er að fylgja eftir hópnum á bíl.

KIRKJA heyrnarlausra | Messa verður í kirkju heyrnarlausra í Grensáskirkju kl. 14. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur setur sr. Kristínu Pálsdóttur inn í embætti prests heyrnarlausra.

Táknmálskórinn syngur undir stjórn Eyrúnar Ólafsdóttur. Organisti er Kristján Hrannar Pálsson. Kaffi í safnaðarheimilinu eftir messuna.

LANGHOLTSKIRKJA | Kaffihúsamessa í litla sal safnaðarheimilis kl. 11. Félagar úr söngsveitinni Fílharmóníu leiða sönginn og taka lagið fyrir kirkjugesti. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar auk Magnúsar Ragnarssonar organista, Aðalsteins Guðmundssonar kirkjuvarðar og messuþjóna.

LAUGARNESKIRKJA | Kvöldmessa kl. 20. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Elísabet Þórðardóttir.

LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista. Sr. Arndís Linn prédikar og þjónar fyrir altari.

LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskólinn kl. 11. Guðþjónusta kl. 20. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. Tónlist í umsjá Óskars Einarssonar.

NESKIRKJA | Sumarmessa kl. 11. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng við undirleik Maríu Kristínar Jónsdóttur. Prestur er Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Litir og blöð í boði fyrir unga dundara. Kaffi og samfélag eftir messu á Kirkjutorginu.

ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Gönguguðsþjónusta 9. júní kl. 9. ATH br. tíma. Sr. Pétur þjónar fyrir altari og félagar úr Fjárlaganefnd syngja undir stjórn organistans Árna Heiðars Karlssonar. Ólafur Kristjnsson tekur á móti öllum. Lesmessa 10. júní kl. 11.

SALT kristið samfélag | Sameiginlegar samkomur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnudaga í Kristiboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Ræðumaður: Jón Kristinn Lárusson. Barnastarf. Túlkað á ensku.

SAURBÆJARKIRKJA á Kjalarnesi | Sumarmessa kl. 14. Kirkjukór Reynivallaprestakalls leiðir sálmasöng. Organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson. Sr. Arna Grétarsdóttir þjónar.

SELJAKIRKJA | Gönguguðsþjónustur safnaðanna í Breiðholti. Gengið verður frá Seljakirkju kl. 10 til Fella- og Hólakirkju, þar sem guðsþjónusta hefst kl. 11.

SELTJARNARNESKIRKJA | Messa klukkan 11. Sóknarprestur þjónar. Organisti er Erla Rut Káradóttir. Ragnhildur Dóra Þórhallsdóttir leiðir almennan safnaðarsöng. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn.

SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa sunnudag kl. 11. Sr. Kristján Valur Ingólfsson Skálholtsbiskup prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Agli Hallgrímssyni sóknarpresti. Unglingakór úr sex kórum sem dvelur í kór-sumarbúðum kirkjunnar í Skálholti syngur og leiðir messusöng. Stjórnendur: Margrét Bóasdóttir og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Organisti er Jón Bjarnason.

SLEÐBRJÓTSKIRKJA í Jökulsárhlíð | Árleg kvöldmessa á sumri verður 10. júní kl. 20. Prestur er Þorgeir Arason, organisti er Jón Ólafur Sigurðsson, Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótskirkna syngur, meðhjálpari er Margrét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar.

SÓLHEIMAKIRKJA | Messa kl. 14. Sr. Sveinn Alfreðsson þjónar fyrir altari og prédikar. Organisti er Ester Ólafsdóttir. Ármann Eggertsson og Hallbjörn Rúnarsson syngja og leika fyrir kirkjugesti. Bænir Gunnlaugur Ingimarsson og María K. Jacobsen. Kirkjuvörður er Valdís Ólöf Jónsdóttir.

VÍDALÍNSKIRKJA | Gönguguðsþjónusta við vatnið. Göngufólk hittist við bílastæðið við Vífilsstaðavatn í Garðabænum kl. 11. Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur leiðir gönguna og flytur þrjár örhugleiðingar á leiðinni, félagar í kór Vídalínskirkju syngja á leiðinni og stjórnandi er Jóhann Baldvinsson.

VÍÐIDALSTUNGUKIRKJA | Fermingarguðsþjónusta kl. 11. Prestur er Guðni Þór Ólafsson, organisti er Pálína F. Skúladóttir.

VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Helgistund kl. 20. Helga Þórdís Guðmundsdóttir spilar á orgel og leiðir söng. Prestur er Bragi J. Ingibergsson.

(Lúk. 14)

(Lúk. 14)