Slaufan bindur útlitið saman.
Slaufan bindur útlitið saman. — AFP
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Gucci heldur áfram að heilla heimsbyggðina með litríkum fötum en Alessandro Michele, listrænn stjórnandi tískuhússins, virðist hafa náð tangarhaldi á tískuheiminum og ekkert bendir til þess að hann sleppi því taki í bráð. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is

Alessandro Michele, maðurinn sem er ábyrgur fyrir því að svona margar konur ganga um í litríkum og blómaskreyttum kjólum, sýndi nýverið nýja línu Gucci-tískuhússins í Suður-Frakklandi. Línan er millilína, svokölluð „cruise“-lína og er fyrir árið 2019. Hann sveik ekki frekar en fyrri daginn og var fatnaðurinn og öll framsetning á tískusýningunni leikræn og listræn.

Það jók á dramatíkina að sýningin fór fram í Alyscamps, kirkjugarðaborg (necropolis) nærri Arles frá tímum Rómverja. Sýningin fór fram um kvöld og var andrúmsloftið dulrænt og seiðandi og reykur lék um fyrirsæturnar á meðan Michele messaði yfir tískugestunum.