Manuel Lanzini
Manuel Lanzini
Einn þeirra leikmanna sem taldir hafa verið líklegastir til að byrja leik Argentínu gegn Íslandi á HM í knattspyrnu í Rússlandi eftir viku er úr leik.

Einn þeirra leikmanna sem taldir hafa verið líklegastir til að byrja leik Argentínu gegn Íslandi á HM í knattspyrnu í Rússlandi eftir viku er úr leik. Manuel Lanzini, hinn sókndjarfi miðjumaður West Ham, varð fyrir því mikla óláni að slíta krossband í hné á æfingu argentínska landsliðsins í Barcelona.

Lanzini hefur verið talinn líklegur til að byrja hægra megin á miðjunni hjá Argentínu og er sagður tengja vel við Lionel Messi. Þjálfarinn Jorge Sampaoli þarf nú að kalla inn nýjan leikmann en ekki lá fyrir í gærkvöld hver það yrði. Argentínskir miðlar segja valið standa á milli Enzo Pérez sem leikur með River Plate en var áður hjá Valencia, Leandro Paredes sem leikur með Zenit í Rússlandi og Guido Pizarro sem leikur með Tigres í Mexíkó.

Í gærkvöld bárust fréttir af því að annar miðjumaður Argentínu, Éver Banega, hefði meiðst í kálfa og er óvíst að hann geti leikið gegn Íslandi.