Fortíð Reykvíkingar fyrri tíma mæta.
Fortíð Reykvíkingar fyrri tíma mæta. — Ljósmynd/Dagur Gunnarsson
Tíminn fellur saman á Listahátíð í Reykjavík 2018 á morgun, sunnudag, milli kl. 13-18 í fjölmennasta viðburði hátíðarinnar í ár. Reykvíkingar ársins 1918 birtast ljóslifandi víðsvegar um borgina og horfa beint í augun á okkur, hundrað árum síðar.
Tíminn fellur saman á Listahátíð í Reykjavík 2018 á morgun, sunnudag, milli kl. 13-18 í fjölmennasta viðburði hátíðarinnar í ár. Reykvíkingar ársins 1918 birtast ljóslifandi víðsvegar um borgina og horfa beint í augun á okkur, hundrað árum síðar. R1918 er þátttökuverkefni sem hófst með örstuttum daglegum útvarpsþáttum á Rás1 frá áramótum. Verkefnið nær hámarki á morgun með gjörningi í miðborg Reykjavíkur með aðkomu 150 almennra borgara. Listrænir stjórnendur eru Ágústa Skúladóttir og Þórunn María Jónsdóttir.