Hermenn troða baðströnd við ferðamannalokun Boracay.
Hermenn troða baðströnd við ferðamannalokun Boracay. — AFP
Forseti Filippseyja, Robert Duterte, tilkynnti í apríl að Boracay yrði lokuð ferðamönnum í sex mánuði til að sporna gegn frekari umhverfisskaða.

Forseti Filippseyja, Robert Duterte, tilkynnti í apríl að Boracay yrði lokuð ferðamönnum í sex mánuði til að sporna gegn frekari umhverfisskaða. Duterte gagnrýndi íbúa eyjunnar fyrir óðfýsi í uppbyggingu ferðamennskunnar án tillits til innviða á borð við vatns- og skólphreinsistöðvar, en til dæmis höfðu einhverjir tekið upp á því að sturta skólpinu beint í sjóinn gegn regluverkinu. Umhverfisráðuneyti hafði óskað eftir lokun til eins árs en ákvörðun var tekin um helming þess tíma.

Þúsundir íbúa Boracay vinna við ferðamennsku og tengdar greinar og fannst mörgum gengið allt of langt. Aðrar raddir, flestar utan eyjunnar, lýsa yfir fögnuði yfir því að loksins verði aðhafst eitthvað í umhverfismálum á eyjunni.

Lokunin átti sér stað 26. apríl þegar hundruð vopnbúinna her- og lögreglumanna lentu á eyjunni, í sýningarskyni frekar en af nauðsyn.