Vínnes ehf. hefur, að höfðu samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað Stella Artois-bjór í 330 ml glerflöskum vegna þess að hann getur innihaldið gleragnir.

Vínnes ehf. hefur, að höfðu samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað Stella Artois-bjór í 330 ml glerflöskum vegna þess að hann getur innihaldið gleragnir. Er þetta í annað skipti á skömmum tíma sem Stella-bjór er innkallaður hér á landi, en seinast gerðist það í byrjun apríl sl.

Að þessu sinni nær innköllunin til eininga sem renna út 6. desember 2018 og 7. mars 2019 og voru keyptar í verslunum ÁTVR eða Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli. Þeim sem keypt hafa vöruna er bent á að farga henni.