[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Póstboxin vinsæl Æ fleiri kjósa að nálgast sendingar í gegnum póstbox Póstsins en fjöldi skráðra notenda hjá Póstinum sem nota svokölluð póstbox er í fyrsta sinn kominn yfir tuttugu þúsund. Dópsala í líkamsrækt?

Póstboxin vinsæl

Æ fleiri kjósa að nálgast sendingar í gegnum póstbox Póstsins en fjöldi skráðra notenda hjá Póstinum sem nota svokölluð póstbox er í fyrsta sinn kominn yfir tuttugu þúsund.

Dópsala í líkamsrækt?

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, lagði fram frumvarp til laga um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum. Meirihluti velferðarnefndar Alþingis vill að kannað verði hvort unnt sé að svipta líkamsræktarstöðvar starfsleyfi komi í ljós að sala frammistöðubætandi efna og lyfja hafi farið fram innan veggja þeirra.

Tveir milljarðar í skilagjald

Alls voru greiddir rúmlega tveir milljarðar í skilagjald á umbúðum drykkja í fyrra en slíkum umbúðum, hvort sem þær eru úr plasti, áli eða gleri, hefur fjölgað hratt síðustu ár. Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar, segir að aukin velmegun og straumur ferðamanna eigi þátt í þessum breytingum auk þess sem neysluvenjur geti verið að breytast og fólk drekki nú frekar úr minni einingum en þeim stærri.

Að nema brott líffæri

Frá og með 1. janúar 2019 er öllum sjálfráða Íslendingum ætlað að við læknismeðferð megi nema brott líffæri eða lífræn efni úr líkama einstaklings, þar sem hann hefur hvorki lýst sig andvígan því, né sé það talið brjóta í bága við vilja hans. Hins vegar geta allir skráð sig andvíga á vef landlæknis. Það var framsóknarþingfólkið Silja Dögg Gunnarsdóttir og Willum Þór Þórsson sem lögðu fram frumvarp þessa efnis sem var samþykkt á Alþingi í vikunni.