Kátína Uppákoma kanadíska danshópsins Corpus vakti lukku hjá gestum og gangandi í Kringlunni.
Kátína Uppákoma kanadíska danshópsins Corpus vakti lukku hjá gestum og gangandi í Kringlunni. — Morgunblaðið/Valli
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hópur af kindum skaut óvænt upp kollinum í Kringlunni í vikunni gestum verslunarmiðstöðvarinnar til mikillar kátínu.

Hópur af kindum skaut óvænt upp kollinum í Kringlunni í vikunni gestum verslunarmiðstöðvarinnar til mikillar kátínu. Þar var á ferðinni kanadíski danshópurinn Corpus sem kortlagt hefur hegðun kinda í dansgjörningi sem sýndur hefur verið á yfir 100 hátíðum í 20 löndum. Hópurinn kemur fram á Listahátíð í Reykjavík í dag og á morgun kl. 12 og kl. 15 báða daga í útileikhúsinu sem staðsett er við Veröld – hús Vigdísar við Brynjólfsgötu 1.

Í verkinu, sem ætlað er allri fjölskyldunni, er snúið upp á veruleikann á óvæntan og bráðfyndinn máta. Leikstjóri er David Danzon sem jafnframt á hugmyndina ásamt Sylvie Bouchard. Meðal dansara eru Ayelen Liberona, Jack Rennie, Takako Segawa og Rob Feetham.