Risi Apple-verslun í New-York.
Risi Apple-verslun í New-York.
Fimmtungi færri eintök verða framleidd af nýjustu týpum af iPhone-símum miðað við framleiðslu á iPhone X og iPhone 8 sem komu á markað í fyrrahaust.

Fimmtungi færri eintök verða framleidd af nýjustu týpum af iPhone-símum miðað við framleiðslu á iPhone X og iPhone 8 sem komu á markað í fyrrahaust. Frá þessu greinir japanski miðillinn Nikkei en Apple hefur á hverju ári frá því að fyrsti iPhone-síminn kom á markað árið 2007 komið með nýja tegund af símanum og hefur sala á símunum farið stigvaxandi.

Skoðunum sérfræðinga um ástæðu þessa samdráttar ber ekki að öllu leyti saman en þó þykir liggja í augum uppi að eftirspurn eftir nýjum símum Apple hafi dregist saman. Þá sagði James Cordwell hjá Atlantic Equities að stjórnendur Apple væru nú raunsærri eftir mikla bjartsýni um sölu í fyrra.

Apple mun kynna þrjár nýjar iPhone-tegundir í haust