• Þjóðverjinn Oliver Kahn var valinn besti leikmaður heimsmeistaramótsins í Suður-Kóreu og Japan árið 2002 og varð fyrsti og eini markvörðurinn í sögu keppninnar til að hljóta þá nafnbót.

• Þjóðverjinn Oliver Kahn var valinn besti leikmaður heimsmeistaramótsins í Suður-Kóreu og Japan árið 2002 og varð fyrsti og eini markvörðurinn í sögu keppninnar til að hljóta þá nafnbót. Kahn fékk á sig eitt mark í sex leikjum, allt þar til Þjóðverjar töpuðu 0:2 fyrir Brasilíu í úrslitaleik keppninnar.

• Svokallaði „gullmark“ var látið ráða úrslitum í framlengdum leikjum á HM 1998 og 2002 en var síðan lagt af. Þá lauk leik í framlengingu um leið og mark var skorað. Laurent Blanc skoraði fyrsta gullmark HM fyrir Frakka 1998 þegar þeir unnu Paragvæ í 16-liða úrslitum en það síðasta gerði Ilhan Mansiz fyrir Tyrkland gegn Senegal í 8-liða úrslitunum 2002.

• Ísland hafnaði í fjórða sæti í sínum undanriðli fyrir HM 2002, með 13 stig í 10 leikjum. Danmörk, Tékkland og Búlgaría voru fyrir ofan en Norður-Írland og Malta fyrir neðan. Bestu úrslit Íslands voru 3:1 sigur á Tékkum þar sem Eyjólfur Sverrisson skoraði tvö markanna og Andri Sigþórsson eitt.

• Brasilíumenn voru fyrstu heimsmeistararnir frá 1970 (þegar þeir léku sama leik sjálfir) til að vinna alla leiki sína í lokakeppninni. Þá settu þeir nýtt met í markamismun hjá heimsmeisturum sem var 14 mörk í plús.

• Fyrirliði Brasilíu, Cafu , varð árið 2002 fyrsti leikmaðurinn til að taka þátt í þremur úrslitaleikjum HM í röð. Hann lyfti HM-styttunni eftir sigurinn á Þjóðverjum í úrslitaleiknum.