Samstarf Hrókurinn og Air Iceland Connect undirrita samninginn.
Samstarf Hrókurinn og Air Iceland Connect undirrita samninginn. — Morgunblaði/Arnþór
Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Kynntur var velferðarsjóður fyrir Grænland á Reykjavíkurflugvelli í gær. Hann er stofnaður í kjölfar landssöfnunarinnar „Vinátta í verki.

Veronika Steinunn Magnúsdóttir

veronika@mbl.is

Kynntur var velferðarsjóður fyrir Grænland á Reykjavíkurflugvelli í gær. Hann er stofnaður í kjölfar landssöfnunarinnar „Vinátta í verki.“ Hjálparstarf kirkjunnar, skákfélagið Hrókurinn og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, stóðu fyrir landssöfnuninni.

40 milljónir króna söfnuðust í landssöfnuninni, sem var sett á fót vegna náttúruhamfaranna á Vestur-Grænlandi sem urðu þann 18. júní sl. þegar flóðbylgja reið yfir smáþorpið Naarsuuriaq.

„Við vildum passa mjög vel upp á þessa peninga og helst þannig að þetta gæti orðið upphafið að öðru meira. Þannig að við höfum nú stofnað velferðarsjóðinn sem fær söfnunarféð til umráða á næstu tveimur árum,“ segir Hrafn Jökulsson, einn stofnenda landssöfnunarinnar og talsmaður Hróksins.

Fimmtán ár eru nú liðin síðan skáklandnám Hróksins hófst á Grænlandi. Því var fagnað samhliða kynningunni og var undirritaður samningur Hróksins og Air Iceland Connect.