Árlega hefja um 150 manns nám við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík. Frumgreinadeildin samanstendur af háskólagrunni annars vegar og viðbótarnámi til stúdentsprófs hins vegar.

Árlega hefja um 150 manns nám við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík. Frumgreinadeildin samanstendur af háskólagrunni annars vegar og viðbótarnámi til stúdentsprófs hins vegar.

Háskólagrunnur er ætlaður þeim sem hafa lokið einhverjum einingum í framhaldsskóla en ekki klárað stúdentspróf og hyggja á nám á háskólastigi.

Námið var fyrst sett á laggirnar árið 1946 í Tækniskóla Íslands og var þá ætlað iðnmenntuðu fólki sem hugðist fara í háskólanám. Nú sækir fólk í námið úr öllum áttum og boðið er upp á fjórar námsleiðir sem geta hentað flestum.