Sautjánda lokakeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu fór fram í Suður-Kóreu og Japan sumarið 2002 og var söguleg að mörgu leyti.

Sautjánda lokakeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu fór fram í Suður-Kóreu og Japan sumarið 2002 og var söguleg að mörgu leyti.

Þetta var fyrsta lokakeppnin í Asíu, sú fyrsta utan Evrópu og Ameríku, og jafnframt sú fyrsta þar sem fleiri en ein þjóð voru í gestgjafahlutverki.

Kína, Ekvador, Senegal og Slóvenía voru í lokakeppni HM í fyrsta sinn. Senegal kom mjög á óvart með því að slá Frakkland og Úrúgvæ út í riðlakeppninni og Svíþjóð í 16-liða úrslitum.

• Brasilía varð heimsmeistari í fimmta skipti og sigraði Þýskaland 2:0 í úrslitaleiknum. Ronaldo skoraði bæði mörkin á síðustu 25 mínútum leiksins en leikið var í Yokohama í Japan frammi fyrir tæplega 70 þúsund áhorfendum.

• Tyrkland sigraði Suður-Kóreu, 3:2, í leik um bronsverðlaunin í Daegu í Suður-Kóreu. Bæði lið komu mjög á óvart og hafa aldrei fyrr eða síðar náð jafnlangt á HM. Ilhan Mansiz skoraði tvö marka Tyrkjanna.

Ronaldo frá Brasilíu varð markakóngur HM með 8 mörk. Hann var þá nýbyrjaður að spila á ný eftir langa fjarveru vegna slitins krossbands í hné. Með honum í magnaðri framlínu Brasilíumanna, sem kölluð var R-in þrjú, voru þeir Rivaldo og Ronaldinho .