Sebastian Bach á hátindi frægðar sinnar.
Sebastian Bach á hátindi frægðar sinnar.
Málmur Líkurnar á því að söngvarinn Sebastian Bach gangi aftur til liðs við Íslandsvinina í Skid Row virðast hverfandi ef marka má viðtal við Dave „Snake“ Sabo gítarleikara í Loud TV fyrir skemmstu.
Málmur Líkurnar á því að söngvarinn Sebastian Bach gangi aftur til liðs við Íslandsvinina í Skid Row virðast hverfandi ef marka má viðtal við Dave „Snake“ Sabo gítarleikara í Loud TV fyrir skemmstu. „Þetta er ekki vinnan okkar heldur lífið sjálft og ég nenni ekki að ferðast um heiminn í rútu með fólki sem ég þoli ekki. Hver er tilgangurinn með því?“ spyr Snake, sem upprunalega kallaði sig Worm. Eftir ábendingu frá sjálfum Jon Bon Jovi breytti hann nafninu í Snake enda geta flestir verið sammála um að það er harðara og hljómar betur. Bach hét upprunalega Sebastian Bierk, svo því sé til haga haldið.