Yfirfærslur. N-AV Norður &spade;82 &heart;Á75 ⋄Á106 &klubs;KD972 Vestur Austur &spade;Á93 &spade;D5 &heart;K1096 &heart;DG843 ⋄84 ⋄K32 &klubs;G643 &klubs;Á105 Suður &spade;KG10764 &heart;2 ⋄DG975 &klubs;8 Suður spilar 4&spade;.

Yfirfærslur. N-AV

Norður
82
Á75
Á106
KD972

Vestur Austur
Á93 D5
K1096 DG843
84 K32
G643 Á105

Suður
KG10764
2
DG975
8

Suður spilar 4.

Það mun hafa verið upp úr 1950 sem hugmyndin um yfirfærslur við grandopnun kviknaði og fór sem eldur í sinu um gjörvallan bridsheiminn. Þannig var þetta í áratugi, kyrrt að kalla. En allt breyttist um aldamótin 2000. Þá voru yfirfærslukvíarnar færðar út svo um munaði og nú er svo komið að næstum enginn toppspilari meinar það sem hann segir.

Í BBO-leik Íslands og Sviss vakti Bartlomiej Igla í norður á Standard-laufi og Ragnar Magnússon í austur kom inn á 1. Nú doblaði Fernando Piedra í suður til að lýsa yfir spaðalit og Ómar Olgeirsson svaraði í sömu mynt, tók undir hjartalit makker með 2! Hvorug yfirfærslan þykir tíðindum sæta nú til dags.

Suður hefði vafalaust getað haldið yfirfærsluleiknum áfram, en Piedra valdi að stökkva í 4 næst þegar að honum kom. Óheppilegt fyrir hann, því Ómar fann baneitrað útspil – 8, sem tryggði vörninni fjórða slaginn á stungu.