Bláa lóns þraut Tekið verður á rás í stórbrotnu umhverfi á Reykjanesskaganum.
Bláa lóns þraut Tekið verður á rás í stórbrotnu umhverfi á Reykjanesskaganum.
Bláa lóns þrautin eða Blue Lagoon Challenge, stærsta fjallahjólakeppni ársins, fer fram í 22. skiptið í dag.

Bláa lóns þrautin eða Blue Lagoon Challenge, stærsta fjallahjólakeppni ársins, fer fram í 22. skiptið í dag. Um 700 þátttakendur eru skráðir í keppnina en þeir munu hjóla 60 kílómetra leið, frá Völlunum í Hafnarfirði, um Reykjanesið og að bílastæðum Bláa lónsins í Svartsengi í Grindavík.

Búast má við æsispennandi keppni í ár en Ingvari Ómarssyni, Íslandsmeistara í fjallahjólreiðum, er spáð velgengni.

Einnig má búast við harðri samkeppni í kvennaflokki en Anna Kristín Sigurpálsdóttir sigraði í fyrra. Var þá rétt rúma 2 tíma að hjóla kílómetrana sextíu. Auk Önnu eru margar af bestu hjólakonum landsins skráðar til leiks sem og Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari.

Bláa lónið styrkir þátttöku Hjólakrafts og rennur allur ágóði keppninnar til uppbyggingar á starfi Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Keppnin er ræst kl. 19.40 frá Ásvallalaug í Hafnarfirði. Hópurinn hjólar saman í lögreglufylgd um 3 km til suðurs, þar sem tímataka hefst.