Örnólfur Jónsson
Örnólfur Jónsson
Kjaradeilu Norðurflugs og Félags íslenskra atvinnuflugmanna hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Þetta staðfestir Örnólfur Jónsson, formaður FÍA, í samtali við Morgunblaðið, en einungis fimm flugmenn starfa hjá Norðurflugi.

Kjaradeilu Norðurflugs og Félags íslenskra atvinnuflugmanna hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Þetta staðfestir Örnólfur Jónsson, formaður FÍA, í samtali við Morgunblaðið, en einungis fimm flugmenn starfa hjá Norðurflugi. Þetta er í fyrsta sinn sem kjarasamningur er gerður milli Norðurflugs og FÍA. Örnólfur segir að enn sé langt á milli deiluaðila. „Við höfum ekki gert kjarasamning áður og það er alveg ljóst að það munar enn talsverðu. Ég held að í raun höfum við ekki rætt nægilega mikið saman,“ segir Örnólfur en deilunni var vísað til ríkissáttasemjara sl. miðvikudag.

Spurður hvort sáttafundur hafi verið settur segir Örnólfur svo ekki vera. „Þetta er auðvitað nýskeð og sáttasemjari hefur ekki enn boðað til fundar. Nú bíðum við bara eftir því að hann geri það,“ segir Örnólfur. aronthordur@mbl.is