Hafrannsóknastofnun kynnir á miðvikudag í næstu viku ráðgjöf um afla úr helstu nytjastofnum fyrir næsta fiskveiðiár. Humar verður þó ekki að finna í ráðgjöfinni að þessu sinni.

Hafrannsóknastofnun kynnir á miðvikudag í næstu viku ráðgjöf um afla úr helstu nytjastofnum fyrir næsta fiskveiðiár. Humar verður þó ekki að finna í ráðgjöfinni að þessu sinni.

„Að höfðu samráði við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og hagsmunaaðila mun Hafrannsóknastofnun framvegis veita ráðgjöf fyrir humar í upphafi árs en ekki í júní, líkt og verið hefur. Ástæðan er breytt aðferðafræði við stofnmat humars en nú fer stofnmæling fram í júní en úrvinnsla gagna er mun tímafrekari en áður var. Ráðgjöf humars mun þá byggjast á nýjustu gögnum og koma tímanlega fyrir upphaf vertíðar sem hefst í mars,“ segir á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar.