[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ég hef verið að glugga í nokkrar bækur undanfarið. Ein þeirra er bókin skemmtilega eftir Kristínu Aðalsteinsdóttur, Innbær. Húsin og fólkið, en hún er full af myndum, fróðleik og sögum um gömlu húsin og fólkið í innbænum á Akureyri.
Ég hef verið að glugga í nokkrar bækur undanfarið. Ein þeirra er bókin skemmtilega eftir Kristínu Aðalsteinsdóttur, Innbær. Húsin og fólkið, en hún er full af myndum, fróðleik og sögum um gömlu húsin og fólkið í innbænum á Akureyri. Önnur heitir Turning to one another, eftir Margaret J. Wheatley. Hún fjallar um hvernig einlægar samræður og það að tala um sín hjartans mál gefur okkur hugrekki til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið og þar með heiminn. Loks langar mig að nefna áhugaverða bók sem ég er að lesa þessa dagana, Resiliency. What we have learned, eftir Bonnie Benard. Hún fjallar um hve mikilvægt það er börnum og unglingum að fá stuðning við að þróa með sér seiglu og dugandi úthald til að geta leyst ýmis verkefni í lífinu. Jákvæðar fyrirmyndir skipta þar miklu máli.