Fornleifafræðingar komu niður á hellisop forns manngerðs hellis og leifar af torfhlöðnum forskála við rannsóknir í túninu í Odda á Rangárvöllum í gær. Þykir þetta afar merkilegur fornleifafundur.

Fornleifafræðingar komu niður á hellisop forns manngerðs hellis og leifar af torfhlöðnum forskála við rannsóknir í túninu í Odda á Rangárvöllum í gær. Þykir þetta afar merkilegur fornleifafundur.

Aldursgreining hefur ekki farið fram en margra metra jarðvegur yfir hinum hrundu hellum bendir til að þeir séu fornir. Þá eru til ritaðar heimildir frá því undir lok 12. aldar um Nauthelli sem þá var fallinn saman. Einnig er staður á bænum sem kallaður er Sæmundarfjós og vísar til Sæmundar fróða sem bjó í Odda og lést árið 1133.

Rannsóknirnar eru á vegum Oddafélagsins. Þeim er lokið í bili og hafa minjarnar verið huldar en Kristborgu Þórsdóttur fornleifafræðingi þykir mannvirkin svo merkileg að hún vill skoða þau betur. 10