Fríður hópur Þessir knáu ungmenni brutu upp hversdagsleikann með hressilegum verslunarmiðstöðvardansi.
Fríður hópur Þessir knáu ungmenni brutu upp hversdagsleikann með hressilegum verslunarmiðstöðvardansi. — Morgunblaðið/Eggert
Mörgum í hversdagslegum erindagjörðum; á hlaupum í innkaupum – svo dæmi sé tekið – var skemmtilega viðbrugðið síðdegis í gær þegar á annan tug dansara í Íslenska dansflokknum sýndi dansverkið The Great Gathering á Eiðistorgi á...

Mörgum í hversdagslegum erindagjörðum; á hlaupum í innkaupum – svo dæmi sé tekið – var skemmtilega viðbrugðið síðdegis í gær þegar á annan tug dansara í Íslenska dansflokknum sýndi dansverkið The Great Gathering á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi. Sér til fulltingis hafði dansflokkurinn fríðan hóp 9-16 ára krakka. Sýningin var einn af fjölmörgum viðburðum Listahátíðar í Reykjavík, sem nú stendur sem hæst og og vart fer framhjá nokkurri manneskju.

Ásrún Magnúsdóttir og Alexander Roberts eru höfundar dansverksins í samvinnu við dansara. Rebekka Jónsdóttir á heiðurinn af búningunum. Verkið var flutt við tónlist eftir Sigur Rós, Gus Gus, Hot Chip, Jarvis Cocker, Peaches og fleiri.