Björgvin Sigurðsson, söngvari Skálmaldar.
Björgvin Sigurðsson, söngvari Skálmaldar. — Morgunblaðið/Eggert
Ekki dugar minna en systkinaböndin Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Íslands til að loka málmsumrinu mikla í Eldborgarsal Hörpu dagana 24. og 25. ágúst.

Ekki dugar minna en systkinaböndin Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Íslands til að loka málmsumrinu mikla í Eldborgarsal Hörpu dagana 24. og 25. ágúst. Sænga þessi flaggskip í íslensku tónlistarlífi nú saman öðru sinni, en minnstu munaði að þak Hörpu fyki á haf út þegar það gerðist í fyrsta sinn fyrir tæpum fimm árum. Hefði ef til vill betur gert það; lækka ekki fasteignagjöldin sjálfkrafa verði hús þaklaust? En það er önnur saga.

Síðan hefur Skálmöld sent frá sér tvær breiðskífur og illa verð ég svikinn ef flunkunýtt efni læðir sér ekki inn á prógrammið. 2018 er nú einu sinni Skálmaldar(f)ár.