Norskir útflytjendur sögðu að markaðssetning á norskum laxi hefði beðið mikinn skaða þegar skemmdur íslenskur lax var ranglega merktur.
Norskir útflytjendur sögðu að markaðssetning á norskum laxi hefði beðið mikinn skaða þegar skemmdur íslenskur lax var ranglega merktur. — AFP
Fyrir þrjátíu árum, 12. júní 1988, greindi Morgunblaðið frá því að talsvert af skemmdum íslenskum eldislaxi hefði fyrir mistök verið selt á fiskmarkaði í New York.

Fyrir þrjátíu árum, 12. júní 1988, greindi Morgunblaðið frá því að talsvert af skemmdum íslenskum eldislaxi hefði fyrir mistök verið selt á fiskmarkaði í New York.

Laxinn, sem ekki var ætlaður til beinnar sölu vegna hreisturskemmdar, var fyrir mistök merktur sem norskur manneldislax og var seldur til viðskiptavina Fultons-fiskmarkaðarins á sunnanverðri Manhattan.

Fulltrúi norskra útflytjenda í New York sagði í samtali við Morgunblaðið að mikið tjón hefði verið unnið á markaðssetningu norsks lax í Bandaríkjunum og að ef þetta hefði verið vísvitandi gert væri það ekkert annað en skemmdarverk.

Framkvæmdastjóri íslenska útflytjandans sagði þó að um ágætis lax hefði verið að ræða, aðeins hefði hann verið dálítið hreisturskemmdur þannig að hann hentaði frekar til vinnslu eins og reykingar heldur en til sölu á mörkuðum. Hann taldi það þó hafa verið mistök að nota umbúðir frá norsku fyrirtæki, en því yrði hætt frá og með næsta hausti.