Kristján Þór Einarsson
Kristján Þór Einarsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbi Mosfellbæjar og Helga Kristín Einarsdóttir úr Keili eru í efstu sætum í karla- og kvennaflokki á Símamótinu sem hófst á Hlíðavelli í Mosfellsbæ í gær en það er hluti af Eimskipsmótaröðinni 2017-2018.

Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbi Mosfellbæjar og Helga Kristín Einarsdóttir úr Keili eru í efstu sætum í karla- og kvennaflokki á Símamótinu sem hófst á Hlíðavelli í Mosfellsbæ í gær en það er hluti af Eimskipsmótaröðinni 2017-2018. Nánar tiltekið fjórða mótið á henni en mótaröðin hófst haustið 2017.

Kristján lék mjög vel á heimavellinum, á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari, og er tveimur höggum á undan fimm næstu mönnum sem eru Egill Ragnar Gunnarsson, GKG, Birgir Björn Magnússon, GK, Ingvar Andri Magnússon, GKG, Benedikt Sveinsson, GK, og Dagbjartur Sigurbrandsson, GR.

Helga Kristín er með tveggja högga forskot í kvennaflokki en hún lék á 74 höggum, tveimur yfir pari. Næstar á eftir henni á 76 höggum eru þær Saga Traustadóttir og Hafdís Alda Jóhannsdóttir.

Annar hringur mótsins er leikinn í dag og lokahringurinn á morgun.

vs@mbl.is