Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni halda stýrivöxtum óbreyttum við næstu vaxtaákvörðun sem kynnt verður á miðvikudaginn .

Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni halda stýrivöxtum óbreyttum við næstu vaxtaákvörðun sem kynnt verður á miðvikudaginn .

Þrátt fyrir að bráðabirgðatölur Hagstofunnar um hagvöxt, sem fjallað er um hér á síðunni, bendi til þess að meiri kraftur sé í hagkerfinu en spár gerðu ráð fyrir, telur hagfræðideild Landsbankans að þær muni ekki leiða til þess að nefndin ákveði að nú sé rétti tíminn til að breyta vöxtum.

Greiningardeild Arion banka telur að ólíkt síðustu vaxtaákvörðun muni valið standa á milli óbreyttra vaxta eða vaxtalækkunar , og að mjótt geti orðið á mununum. Líklegra sé þó að vöxtum verði haldið óbreyttum.