Nýtt götuhorn Íbúðir í nýja hverfinu verða af ýmsum stærðum.
Nýtt götuhorn Íbúðir í nýja hverfinu verða af ýmsum stærðum.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sala á nýjum íbúðum norðan við Útvarpshúsið í Efstaleiti hefst um helgina. Íbúðirnar eru hluti af öðrum áfanga nýs hverfis. Félagið Skuggi byggir íbúðirnar. Þær verða afhentar næsta sumar.

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Sala á nýjum íbúðum norðan við Útvarpshúsið í Efstaleiti hefst um helgina. Íbúðirnar eru hluti af öðrum áfanga nýs hverfis.

Félagið Skuggi byggir íbúðirnar. Þær verða afhentar næsta sumar.

Hilmar Ágústsson, framkvæmdastjóri Skugga, segir um að ræða 49 íbúðir í Efstaleiti 27 og Lágaleiti 1 og 3, sem sé ný gata meðfram Útvarpshúsinu að norðan.

Nýju íbúðirnar eru 35-112 fermetrar og kosta 28 til 69 milljónir. Hægt er að kynna sér íbúðirnar á vefnum Efstaleitid.is.

Má ætla að söluverðmæti þeirra sé á þriðja milljarð króna.

Greiðar samgöngur

Íbúðirnar 49 rísa vestast á svonefndum A-reit. Þar verða 160 íbúðir þegar reiturinn er fullbyggður og 138 bílastæði. Bílastæði fylgja flestum íbúðum. Hins vegar verður hægt að kaupa stæði, auk þess sem boðið verður upp á deilibíla. Áformað er að A-reiturinn verði fullbyggður haustið 2019. Næsti söluáfangi á A-reit hefur ekki verið tímasettur. Hilmar segir nýja hverfið fjölskylduvænt.

„Það verður fallegur garður í miðjunni með góðar tengingar við almenningssamgöngur og hjólastíga. Þar verður leiksvæði og hreyfistöð fyrir almenning. Kaffihús verður opnað inn í garðinn og margvísleg þjónusta er í boði í nágrenninu. Við horfum til þess að fyrstu kaupendur geti nálgast skóla og þjónustu í kring. Þá er þetta mjög hentugt svæði fyrir eldri borgara. Til dæmis er félagsstarf og þjónusta fyrir eldri borgara í Hvassaleiti og á Sléttuvegi.“ segir Hilmar.

Fyrsti áfanginn í uppbyggingu hverfisins var bygging 72 íbúða í Jaðarleiti 2-8. Afhending íbúðanna er hafin og segir Hilmar að nú séu aðeins sex þeirra óseldar. Jaðarleitið er sunnan við Útvarpshúsið.

Síðasti áfanginn í uppbyggingu hverfisins verður bygging 130 íbúða á B-reit sem verða afhentar um áramót 2019/2020. Sá reitur er austan við A-reitinn. Svæðið verður fullfrágengið vorið 2020. Samtals verða um 360 íbúðir á reitunum þremur þegar hverfið er fullbyggt.