Sigurður Már Jónsson
Sigurður Már Jónsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Sigurður Már Jónsson blaðamaður víkur að eldhúsdegi og pírötum í pistli á mbl.is. Hann segir: „Þórhildur Sunna talar eins og ákærandi, hún er ekki bara ósammála pólitískum andstæðingum - hún berst við þá af því að þeir eru vont og spillt fólk.

Sigurður Már Jónsson blaðamaður víkur að eldhúsdegi og pírötum í pistli á mbl.is. Hann segir: „Þórhildur Sunna talar eins og ákærandi, hún er ekki bara ósammála pólitískum andstæðingum - hún berst við þá af því að þeir eru vont og spillt fólk.

Hugmyndafræðileg fátækt er farin að einkenna málflutning Pírata sem eru orðnir að býrókratískum prófarkalesurum umfram annað. Umkvörtunarefnið gengur vanaleg út á að þetta eða hitt minnisblaðið hafi ekki birtist á réttum stað og tíma!

Ég hef áður talið að ekki sé ástæða til að efast um lýðræðisvilja margra í hópi Pírata en svo virðist sem nálgun þeirra og vinnubrögð bendi til þess að þeim sé fremur áskapað að gagnrýna en byggja upp.

Í eðli sínu virðast Píratar vera stjórnarandstöðuafl en ástæða er til að hafa áhyggjur af viðleitni þeirra til að setja upp sýndarréttarhöld yfir pólitískum andstæðingum.

Umræða þeirra um spillingu náði nýjum hæðum í gær þegar Þórhildur Sunna sagði að umræðu um lækkun veiðileyfagjalds hefði verið haldið frá sveitastjórnarkosningunum! Eins og það hafi skort umræðuefni þar, fyrir utan að veiðileyfagjald kemur sveitarstjórnarkosningum ekkert við.

En með því að ræða spillingu eykst spilling. Það er vegna þess að mælingar á spillingu byggjast meðal annars á því hve mikið er rætt um hana!“