[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
*Fimmtán íslenskir keppendur verða á ferðinni í Liechtenstein í dag þar sem Smáþjóðameistaramótið í frjálsum íþróttum fer fram. Þetta er í annað sinn sem mótið er haldið en Ísland varð í 2.-3. sæti ásamt Kýpur á mótinu á Möltu fyrir tveimur árum.

*Fimmtán íslenskir keppendur verða á ferðinni í Liechtenstein í dag þar sem Smáþjóðameistaramótið í frjálsum íþróttum fer fram. Þetta er í annað sinn sem mótið er haldið en Ísland varð í 2.-3. sæti ásamt Kýpur á mótinu á Möltu fyrir tveimur árum. Mótið er haldið annað hvert ár, á þeim árum sem Smáþjóðaleikarnir fara ekki fram.

Keppendur íslenska hópsins eru þau Guðni Valur Guðnason , Ívar Kristinn Jasonarson , Andrea Kolbeinsdóttir , Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir , Erna Sóley Gunnarsdóttir , Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir , Thelma Lind Kristjánsdóttir og Tiana Ósk Whitworth , öll úr ÍR, Ari Bragi Kárason , Kolbeinn Höður Gunnarsson , María Rún Gunnlaugsdóttir og Þórdís Eva Steinsdóttir , öll úr FH, Kristinn Þór Kristinsson úr HSK og Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir úr UMSS.

*Enska knattspyrnufélagið Liverpool greindi frá því í gær að þeir Emre Can og Jon Flanagan myndu báðir yfirgefa félagið í sumar þegar samningar þeirra renna út. Can lék 38 leiki á síðustu leiktíð en hann kom frá Leverkusen árið 2014. Flanagan er uppalinn hjá Liverpool og lék sinn fyrsta aðalliðsleik árið 2010.

*Enski landsliðsframherjinn Harry Kane , sem orðaður hefur verið við Real Madrid, skrifaði í gær undir nýjan samning til næstu sex ára við enska knattspyrnufélagið Tottenham. Kane, sem er 24 ára gamall, skoraði 30 mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Á árinu 2017 skoraði Kane 56 mörk fyrir Tottenham og enska landsliðið, flest allra í evrópskum fótbolta. Áður hafði Mauricio Pochettino , knattspyrnustjóri Tottenham, skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2023.