— Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Svar: Marshallaðstoðin var kennd við George Marshall hershöfðingja og síðar utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Eftir Evrópuför 1947 gerði hann sér ljósa bága stöðu í Evrópu, sem þá var rjúkandi rúst eftir heimsstyrjöld.

Svar: Marshallaðstoðin var kennd við George Marshall hershöfðingja og síðar utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Eftir Evrópuför 1947 gerði hann sér ljósa bága stöðu í Evrópu, sem þá var rjúkandi rúst eftir heimsstyrjöld. Setti hann með Truman forseta saman áætlun til endurreisnar í álfunni og þess nutu Íslendingar ríkulega.

Gömul mjölverksmiðja á Granda í Reykjavík hýsir í dag meðal annars listastarfsemi. Marshallhúsið er byggingin kölluð, en hún var reist um 1950 fyrir peninga sem Íslendingar fengu með Marshall-aðstoð Bandaríkjamanna, rétt eins og tvær virkjanir og áburðarfabrikka í Gufunesi. Hver var Marshall sem aðstoðin er nefnd eftir?