Knattspyrnusamband Íslands hefur gengið í samstarf við Parkinsonsamtökin um kynningar- og fjáröflunarverkefni fyrir Parkinsonsetur sem verður fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.

Knattspyrnusamband Íslands hefur gengið í samstarf við Parkinsonsamtökin um kynningar- og fjáröflunarverkefni fyrir Parkinsonsetur sem verður fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.

Fyrir leikinn við Gana á Laugardalsvelli á fimmtudaginn gengu 11 Parkinson-sjúklingar inn á völlinn og stóðu á vellinum þegar landsliðin gengu inn á völlinn Parkinson-sjúklingar stóðu við hlið íslensku leikmannanna í byrjunarliði Íslands og sungu með þeim þjóðsöng Íslands. Þeir klæddust landsliðstreyjunni sem voru allar merktar á bakinu með „Parkinson“.

Hulda og Ásgeir Páll ræddu við Vilborgu Jónsdóttur formanns Parkinson-samtakana á Ísland á dögunum en Ísland mælist í 2. sæti yfir hæstu dánartíðni vegna parkinson-sjúkdómsins næst á eftir Finnlandi, samkvæmt tölum frá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni. Parkinson er næst algengasti taugahrörnunarsjúkdómur í heimi á eftir Alzheimer.