Bruni Eldurinn á Fiskislóð var viðráðanlegur og gekk slökkvistarf því vel.
Bruni Eldurinn á Fiskislóð var viðráðanlegur og gekk slökkvistarf því vel. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
„Þetta gekk bara mjög vel, þegar þeir voru komnir að þessu,“ segir Sigurbjörn Guðmundsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, en allt tiltækt lið slökkviliðsmanna var í gær sent út á Granda vegna elds í húsnæði þar.

„Þetta gekk bara mjög vel, þegar þeir voru komnir að þessu,“ segir Sigurbjörn Guðmundsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, en allt tiltækt lið slökkviliðsmanna var í gær sent út á Granda vegna elds í húsnæði þar.

Útkallið barst um klukkan þrjú og var þá talið að eldur logaði í þaki hússins sem stendur við Fiskislóð 31. Síðar kom í ljós að eldurinn var á neðri hæð. Að sögn slökkviliðs var eldurinn nokkuð viðráðanlegur frá upphafi og voru allir bílar slökkviliðs farnir af vettvangi um hálfsexleytið.

Talið er að eldsupptök megi rekja til vinnu iðnaðarmanna á þakinu, sem voru að tjörubera. teitur@mbl.is