Rigning Góð hlíf kemur sér vel.
Rigning Góð hlíf kemur sér vel. — Morgunblaðið/Golli
„Ef það er krafa að það sé þurrt alla helgina þá eru nú fáir staðir í boði,“ segir Daníel Þorláksson, veður-fræðingur hjá Veðurstofu Íslands, við mbl.is spurður hvar búast megi við besta helgarveðrinu.

„Ef það er krafa að það sé þurrt alla helgina þá eru nú fáir staðir í boði,“ segir Daníel Þorláksson, veður-fræðingur hjá Veðurstofu Íslands, við mbl.is spurður hvar búast megi við besta helgarveðrinu. Úrkomuskil gengu yfir landið í nótt og verður hið sama uppi á teningnum í allan dag og á morgun er útlit fyrir rigningu á vesturhelmingi landsins, en að þurrt austanmegin og skýjað.

Á sunnudag er spáð rigningu á köflum um allt land en helst að það haldist þurrt á Austfjörðum, að sögn Veðurstofunnar.

Hlýtt hefur verið í veðri austan- og norðaustanlands síðustu daga og hiti sums staðar mælst yfir 20 gráðum en búast má við 17-18 stiga hita um landið norðaustanvert í dag.