Gissur Pétursson
Gissur Pétursson
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, var á dögunum kosinn formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana á aðalfundi félagsins.

Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, var á dögunum kosinn formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana á aðalfundi félagsins. Félagið hefur sem markmið að vinna að sameiginlegum hagsmunum félagsmanna, þar með talið kjara- og starfsþróunarmálum, og er tengiliður og samstarfsaðili við stjórnvöld varðandi gagnkvæm málefni.

Aðrir stjórnarmenn eru: Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla, Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands, Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands, Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, og Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.