Hugurinn er öflugt verkfæri. Er glasið hálffullt eða hálftómt?
Hugurinn er öflugt verkfæri. Er glasið hálffullt eða hálftómt?
Það getur verið auðvelt að detta í neikvæðni og niðurbrot og leyfa hugsunum á borð við hvað maður hefur það skítt miðað við þennan og hinn, hræðslu við höfnun og alls konar áhyggjur að ná tökum á manni.

Það getur verið auðvelt að detta í neikvæðni og niðurbrot og leyfa hugsunum á borð við hvað maður hefur það skítt miðað við þennan og hinn, hræðslu við höfnun og alls konar áhyggjur að ná tökum á manni. Stundum fara hlutirnir ekki á þann veg sem maður hefði kosið. En útkoman er ekki endilega það sem máli skiptir, heldur hvernig maður vinnur úr henni. Lítur maður á glasið sem hálffullt eða hálftómt? Hugurinn er öflugt verkfæri sem hægt er að þjálfa í að muna frekar góðar stundir en slæmar.

Á vefsíðunni psychologytoday.com má finna nokkur góð ráð til að láta ekki neikvæðnina ná tökum á sér. Eitt þeirra er að njóta augnabliksins þegar manni líður vel og leggja það á minnið. Það getur verið gott að rifja upp góðu augnablikin þegar syrtir á álinn. Annað er að einbeita sér að jákvæðum hugsunum þegar þær neikvæðu fara á kreik. Svo er mælt með því að maður vandi sig í samskiptum því það fylgir því góð tilfinning að koma vel fram við aðra og af kurteisi og virðingu.