Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
F orsætisráðherra hefur að beiðni formanns Viðreisnar skilað skýrslu um „aðkomu og hlutdeild hulduaðila í kosningum til Alþingis“.

F orsætisráðherra hefur að beiðni formanns Viðreisnar skilað skýrslu um „aðkomu og hlutdeild hulduaðila í kosningum til Alþingis“. Skýrslubeiðnin sýndi að formanni Viðreisnar sveið eitthvað sem einhver sagði og formaðurinn hefði frekar viljað að látið hefði verið ósagt. Það var út af fyrir sig fróðlegt fyrir þá sem misstu af glæpnum.

Skýrslan sjálf skilaði hins vegar litlu eins og við var að búast um skýrslu um huldufólk.

Vinsælt er að halda því fram, og ekki aðeins hér á landi, að nafnlausir á netinu hafi mikil áhrif á úrslit kosninga. Minna hefur verið um að sýnt hafi verið fram á áhrifin.

Huldufólkið fer auðvitað alls ekki alltaf með ósannindi, en ósannindin eru hvimleið hvaðan sem þau koma. Þau hafa þó væntanlega minna vægi komi þau frá ótrúverðugum heimildum en öðrum sem alla jafna þykja trúverðugar.

O g ætli besta meðalið við missönnu masi á netinu sé ekki að efla áreiðanlega fjölmiðla sem hafa vilja og getu til að veita réttar upplýsingar.

Væri þá ekki nær að ljúka vinnu, sem lengi hefur staðið yfir til að bæta stöðu einkarekinna fjölmiðla, en að elta huldufólk?

Eða eru vinstri flokkarnir sáttir við að tefja þá vinnu á meðan RÚV með sinn skakka málflutning sækir fram sem aldrei fyrr á kostnað annarra miðla?