Tók ekki mikla áhættu hvað leikskipulagið varðar. Hélt sig nokkuð við það sem gengið hefur vel í keppninni. Tókst að koma í veg fyrir að óþolinmæðin gerði vart við sig inni á vellinum.
Tók ekki mikla áhættu hvað leikskipulagið varðar. Hélt sig nokkuð við það sem gengið hefur vel í keppninni. Tókst að koma í veg fyrir að óþolinmæðin gerði vart við sig inni á vellinum. Þegar markið lét á sér standa skipti hann Elínu Mettu inn á sem hressti upp á framlínuna. Þegar Ísland hafði náð forystunni sendi hann Sigríði Láru inn á miðjuna. Voru þá hún og Gunnhildur Yrsa saman á miðjunni sem var skynsamlegt í þeirri stöðu.