Birkir Jón Jónsson
Birkir Jón Jónsson
„Laun bæjarstjóra verða lækkuð.
„Laun bæjarstjóra verða lækkuð. Það verður ekki tekið á því í málefnasáttmálanum en laun verða lækkuð,“ segir Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, en fulltrúaráð framsóknarfélaganna í Kópavogi og fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi samþykktu í gær málefnasamning vegna meirihlutasamstarfs. Í aðdraganda kosninga voru fulltrúar minnihluta auk Bjartrar framtíðar, sem var í meirihluta með Sjálfstæðisflokki, sammála um að laun bæjarstjóra væru of há og að þau yrðu lækkuð að loknum kosningum. Birkir Jón sagði í samtali við Morgunblaðið 24. maí að meirihlutinn bæri alla ábyrgð á launakjörunum. Minnihlutinn hefði ekki haft annað val en að samþykkja 26% hækkun til þess að koma í veg fyrir 45% hækkun launa bæjarstjóra vegna úrskurðar kjararáðs.